/
1.
06:01
2.
3.
02:57
4.
04:59

about

Frá Raftónum :

Þann 10. mars kom út fjögurra laga stuttskífa eftir íslenska raflistamanninn Futuregrapher (Árni Grétar) og hinn japanska hljóðlistamann Gallery Six (Hidekazu Imashige). Gripurinn nefnist Waterproof og er um afar metnaðarfullt sveimverk að ræða. Félagarnir kynntust í fyrrasumar er þeir gáfu báðir út tónlist á breska forlaginu Twisted Tree Line, en móðurfyrirtæki þess, Somehow Recordings, sér nú um framleiðslu á þeirra verki. Verkið var samið í grunninn af Árna Grétari, en tekin upp og útsett undir handleiðslu Hidekazu Imashige. Vinnslan á skífunni fór fram í sitt hvorum heimshlutanum, en strákarnir skiptust á hljóðskrám í gegnum tölvupóst. Jóhann Ómarsson sér um hönnun á umslagi og íslenski hljómverkfræðingurinn Smurfen sér um tónjöfnun og hljóðvinnslu. Hægt er að versla Waterproof á geisladisk á vefsvæði Somehow Recordings,en einnig verður hægt að versla stafrænt eintak af skífunni í apríl.

Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher er ættaður frá Sveinseyri (Tunguþorpi) í Vestur-Barðarstrandarsýslu og á uppeldisárum sínum safnaði hann körfuboltamyndum og las Undirtónablöð. Ungur að árum kviknaði áhugi hans á raftónlist og það var ekki fyrr en hann flutti í siðmenninguna að við fengum að heyra afraksturinn. Núna liggja eftir hann stuttskífurnar Tom Tom Bike, Yellow Smile Girl, Acid Hverfisgata og Túngata 1997-1998, sem allar eru fáanlegar á vef Gogoyoko.

Hljóðlistamaðurinn Gallery Six er fæddur árið 1977 í Kyoto, en býr nú í Hiroshima. Tónlistarferill hans hófst sem trommuleikari í ýmsum rokkböndum, en um árið 2008 byrjaði hann að helga sér að sveimtónlist. Eftir hann liggja útgáfur hjá fyrirtækjum svo sem Artlism.jp, Element Perspective, Night Shift Collective og fleira.

Útgáfufyrirtækið Somehow Records er samvinnuverkefni feðganna Tim David Brice og Nice Brice. Útgáfufyrirtækið var stofnað árið 2010 og hafa nú komið að um 50 útgáfum. Engin gróðahyggja er á bakvið fyrirtækið, þar sem ágóði af sölu fer í að fjármagna næstu útgáfur.
- Raftónar 2012.

credits

released March 10, 2012

All tracks written by Árni Grétar and Hidekazu Imashige
Cover photography by Hidekazu Imashige
Design by Jóhann Ómarsson
Released from Somehow Recordings www.somehowrecordings.co.uk

tags

license

all rights reserved

about

Futuregrapher Iceland

Árni Grétar is Futuregrapher.

contact / help

Contact Futuregrapher

Streaming and
Download help

Redeem code